*

Hleð spilara...
Bílar 7. mars 2017

Volvo frumsýnir nýjan jeppling í Genf

Bílasýningin í Genf stendur yfir þessa dagana og bílaframleiðendur hafa frumsýnt marga nýja bíla.

Sænski bílaframleiðandinn Volvo frumsýndi nýjan XC60 rétt í þessu. Bíllinn er þriðji bíllinn sem lítur dagsins ljós frá Volvo í nýrri hönnunarlínu.

Volvo frumsýndi Volvo Concept Coupe á bílasýningunni í Frankfurt haustið 2013. Síðan kom XC90 jeppinn, sem hefur selst gríðarlega vel, og S90 og V90 komu á markað í fyrra.

XC60 er líkur eldri bróðurnum að utan og innan. Bílllinn er í sama stærðarflokki og Audi Q5 og BMW X3.

Stikkorð: Volvo  • XC60