*

Bílar 2. desember 2015

Volvo frumsýnir nýtt flaggskip

Nýr S90 er stærsti bíllinn frá Gautaborg. Hann kemur í stað S80 sem hefur verið framleiddur frá 1998.

Volvo S90 var frumsýndur undir kvöld. Bíllinn er annar bíllinn byggður á nýrri hönnun Volvo, en XC90 var kom til landsins fyrr á þessu ári. Von er á enn fleiri bílum á næstu misserum.

Vélbúnaður S90 verður að mestu sá sami og í boði er í  XC90 og notast Volvo eingöngu við fjögurra strokka vélar í mismunandi útfærslum. Bílarnir eru allt að 400 hestöfl, sá kraftmesti með tvinnvél (e. hybrid). 

S90 tekur við að S80 sem hefur verið framleiddur frá 1998. Á árunum 1990-1998  hét bíllinn 900 (940,960 o.s.frv) en undir lok þess tímabils fékk hann heitið S90.

Búist var við að nýr S90 yrði frumsýndur á bílasýningunni í Detroit í Bandaríkjunum sem fer fram í janúar. Það var staðfest í dag. Volvo var sterkt vörumerki í Bandaríkjunum og stjórnendur Volvo vilja endurheimta stöðu sína vestanhafs.

Stikkorð: Volvo  • Volvo S90