*

Bílar 19. febrúar 2016

Volvo gerir bíllyklaforrit

Á næsta ári munu eigendur Volvo-bíla geta aflæst bílnum sínum með snjallsímaforriti.

Nú hefur bílaframleiðandinn Volvo tilkynnt um að á næsta ári muni félagið gefa út snjallsímforrit sem gerir notandanum kleift að aflæsa bílnum sínum. Þannig vill fyrirtækið leyfa eigendum bílsins að deila honum með vinum og fjölskyldu á skilvirkan og rafrænan hátt.

Þá segir einnig að þessi kostur geti nýst vel fyrir bílaleigur, en þannig er hægt að einfaldlega gefa fólki aðgang að bílnum gegnum forritið.

Forritið gæti einnig gert notendum kleift að nota bílinn meira - í staðinn fyrir að hann sitji óhreyfður á bílastæði yfir daginn er hægt að hleypa fólki inn í hann gegnum símann.

Stikkorð: Bílar  • Volvo  • Tækni  • Forrit
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is