*

Bílar 30. október 2015

Volvo kynnir nýja Cross Country bíla

Volvo S60 og V60 verða kynntir í fyrsta sinn á Íslandi á morgun.

Nýir Volvo S60 Cross Country og V60 Cross Country verða kynntir hér á landi á morgun. Þeir eru báðir dugmiklir bílar sem geta tekist á við erfiða vegi en búa þó enn yfir kvikum aksturseiginleikum fólksbíla. 

V60 Cross Country er laglegur skutbíll, og er vel búinn ýmis konar staðalbúnaði. Þar má nefna vélarhitara með tímastilli, tölvustýrða loftkælingu, frábærum hljómtækjum og Bluetooth símkerfi.  Síðast en ekki síst má nefna hið margverðlaunaða öryggiskerfi 'Borgaröryggi '. Á bílnum eru Cross Country þakbogar og vindkljúfasett. Bíllinn kemur á 18 tommu Neso álfelgum.

S60 Cross Country er í grunninn eins og V60 Cross Country. Munurinn er að S60 er fjögurra dyra. Hann er fáanlegur í Inscription útfærslu á verði frá 6.260.000 kr. Meðal staðalbúnaðar er leðurinnrétting, TFT stafrænn skjár í mælaborði, rafdrifið ökumannssæti með minni, krómlisti á framstuðara, armpúði milli aftursæta með glasahöldurum og svo allur staðalbúnaður sem fyrir finnst í V60 Cross Country.

Volvo S60 Cross Country og V60 Cross Country eru knúnir sparneytinni en aflmikilli tveggja lítra dísilvél sem skilar 190 hestöflum. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er 4,2 - 4,6 lítrar á hundraðið. Koltvísýringslosun er 111-120 g/km samkæmt upplýsingum frá framleiðanda. Báðir bílarnir eru fáanlegur fjórhjóladrifnir með 2,4 lítra dísilvél. Veghæðin í báðum þessum bílum er heilir 20 cm.

Bílarnir verða frumsýndir hjá Brimborg á morgun, laugardag, kl. 12-16.

Stikkorð: Bílar  • Volvo  • Cross Country  • S60  • V60