*

Bílar 4. júní 2014

Volvo kynnir nýjan bíl

Bílaáhugafólk hefur beðið með eftirvæntingu eftir nýjum Volvo.

Volvo hefur nú hafið kynningu á nýjum Volvo XC90. Mikil eftirvænting hefur verið eftir nýjum Volvo XC90 enda einn mikilvægasti bíll Volvo. Fyrstu myndirnar af innanrými bílsins voru birtar í vikunni og þykja mjög tilkomumiklar, að því er segir í tilkynningu. Volvo mun nú í sumar sýna meira og meira af nýja bílnum þangað til að heildarútlit hans verður svo afhjúpað í ágúst í Stokkhólmi.

Innanrými Volvo XC90 ku vera tilkomumikið og þar ræður glæsileikinn ríkjum. Hönnunin er einföld, stílhrein og fallega samtvinnuð nýjustu tækni. Aldrei fyrr hefur Volvo hannað innanrými með jafn miklum lúxus. Mest áberandi í innanrýminu er stór snertiskjár í miðjustokk bílsins. Snertiskjárinn sem er óvenju stór myndar hjarta nýs stjórnkerfis Volvo sem gerir mælaborðið nánast takkalaust.

Allt efni í innanrými Volvo XC90 er það besta sem völ er á. Þar samtvinnast viður og mjúkt leður við handunnin smáatriði líkt og skjálfskiptihnúð úr kristal frá sænska framleiðandanum Orrefors. Þess má einnig geta að start/stop hnappurinn og hnappur til að stjórna hljóðstyrk eru demant skornir.

Volvo hefur lengi verið þekktur fyrir að bjóða upp á fyrsta flokks sæti bæði hvað varðar þægindi og öryggi. Í Volvo XC90 eru ný sæti með fjölbreyttum stillingarmöguleikum. Öll sætin í annarri og þriðju sætaröð er hægt að leggja niður hvert fyrir sig sem býður upp á mikinn sveigjanleika. Sérstök áhersla var lögð á fyrirtaks aðgengi og gott fótarými í þriðju sætaröðinni. Þar eru sætin örlítið miðjuð þannig að þeir sem sitja þar geti séð betur út um framrúðu bílsins.

Stikkorð: Volvo