
Sænski bílaframleiðandinn Volvo tilkynnir í dag um umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í rekstri fyrirtækisins. Til stendur að spara um 4 milljarða sænskra króna. Það jafngildir 80 milljörðum íslenskra króna.
Volvo mun á næstu árum fækka bæði starfsmönnum og ráðgjöfum í verktakavinnu fyrir fyrirtækið. Að auki mun verða skorið niður á fleiri stöðum.
Fram kemur á danska viðskiptavefnum epn.dk að markaðurinn hefur ekki brugðist að miklu leyti við fréttunum. Fimm mínútum eftir að Kauphöllin í Stokkhólmi opnaði í morgun var gengi bréfa 101,5.