*

Bílar 3. júlí 2015

Volvo XC90 bíll ársins hjá Auto Express

Volvo XC90 var valinn bíll ársins 2015 og jeppi ársins 2015 í flokki stórra jeppa á árlegri verðlaunaafhendingu Auto Express.

Volvo XC90 var valinn bíll ársins 2015 og jeppi ársins 2015 í flokki stórra jeppa á árlegri verðlaunaafhendingu Auto Express. Eru þetta 19. verðlaun þessa bíls sem þó er rétt farinn að rúlla af færiböndunum. Volvo XC90 hefur nú þegar selst í 44.000 eintökum en þess má geta að Volvo áætlaði að framleiða 50.000 eintök fyrsta árið svo það eru allar líkur á því að salan sigli fram úr markmiðum.

Nýr Volvo XC90 er fyrsti bíllinn sem byggður er á nýrri SPA (Scalable Product Architecture) undirvagnstækni Volvo með Drive-E vélatækninni. Góð blanda skandinavískar hönnunar, bæði að innan og utan, gerir Volvo XC90 laglegan. Lögun nýju framljósanna, sem er innblásin af Þórshamri, og kraftalegt grill bílsins gera það að verkum að nýi Volvo XC90 hefur mjög sterka nærveru á veginum.

Stikkorð: Bílar  • Volvo