*

Veiði 26. apríl 2014

Von á góðu sumri í Langá

Veiðimálastofnun er bjartsýn á horfurnar í Langá.

Rannsókn Veiðimálastofnunar bendir til að áframhald geti orðið á góðri veiði í Langá. Í fyrra veiddust 2.815 laxar í ánni sem er næstmesta veiði í ánni frá því mælingar hófust árið 1974.

Í skýrslunni segir: „Seiðaþéttleiki mældist langt yfir meðaltali haustið 2013 og nýliðun seiða úr hrygningu 2012 mældist yfir meðallagi, þrátt fyrir niðursveiflu í laxgengd og veiði á árinu 2012. Uppistaða í laxveiðinni 2013 var klakárgangurinn frá 2009. Árgangar frá 2010 og 2011 hafa mælst svipaðir að styrkleika og er því útlit fyrir að áframhald geti orðið á góðri laxgengd og veiði næstu árin á vatnasvæði Langár.“

Stikkorð: Veiðimálastofnun  • Langá