*

Tölvur & tækni 5. febrúar 2013

Vonast eftir að fá Blackberry Z10 til landsins í febrúar

Væntanlega kemur Z10 síminn í verslanir Símans í þessum mánuði og Q10 síminn í marsmánuði.

Nýi Z10 síminn frá Blackberry mun væntanlega koma í verslanir Símans síðar í þessum mánuði, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir því að Q10 síminn komi í verslanir símans fyrr en í mars.

Síminn kaupir ekki símana beint frá Blackberry fyrirtækinu og er því ekki ennþá fyllilega ljóst hvenær fyrirtækið fær þá í hendur.

Z10 síminn er snjallsími með snertiskjá og er mjög í takt við sambærilega iPhone og Android snjallsíma. Hann er með 4,2 tommu skjá, 8 mb myndavél og þykir standa sig ágætlega í samanburði við iPhone 5. Margir Blackberry unnendur munu aftur á móti vera spenntari fyrir Q10 símanum, en hann er með raunverulegu lyklaborði eins og Blackberry símarnir hafa verið með hingað til.

Stikkorð: Síminn  • Blackberry  • Blackberry Z10