*

Bílar 13. mars 2014

Vopnaður 650 hestafla vél og fer í hundraðið á 3 sekúndum

40 milljóna króna McLaren 650S væri glæsilegur á götum borgarinnar.

Það verður erfitt fyrir lögregluna að hafa uppi a ökumönnum hins nýja McLaren 650S ef þeir skildu vilja hafa tal af þeim. Nýi ofursportbíllinn er nefnilega aðeins 3 sekúndur í hundraðið og gæti því verið horfinn áður en laganna verðir eða aðrir átta sig á gangi mála.

Þessi nýjasta kaggi frá McLaren er raunar sneggri í 200 km hraða en flestir bílar eru í 100 km hraða. Bíllinn er með 3,8 lítra vél sem skilar 650 hestöflum en þaðan er nafn bílsins dregið. Hann fær mikið aukaafl frá tveimur forþjöppum sem hann er vopnaður.  Líklegt má telja að bíllinn slái við flestum brautarbílum í hraða.

Bíllinn kostar tæpar 40 milljónir króna í Bretlandi en ef einhver ætlar að flytja hann hingað heim bætast svo tollar og gjöld ofan á.  MaClaren segir að bíllinn sé búinn öllu því besta í innréttingu og búnaði. Bíllinn er glæsilegur á velli eins og búast má við af slíkum ofursportbíl.

Stikkorð: McLaren