
Í boði er fjölbreytt úrval bifreiða, allt frá litlum vistvænum smábílum sem eru tilvaldir í ýmiss konar erindarekstur, upp í stóra sendibíla og lúxusbíla. Við bjóðum fyrirtækjum upp á persónulega ráðgjöf um kaup eða leigu á bifreiðum og hvaða fjármögnunarleiðir henti best hverju og einu fyrirtæki.Volkswagen atvinnubílar bjóða upp á mikla breidd sendibifreiða, allt frá litlum sendlum upp í stórar flutninga- og pallbifreiðar. Hekla getur stært sig af því að allar atvinnubifreiðar fást fjórhjóladrifnar, hvort heldur sem sjálfskiptar eða beinskiptar,“ segir Símon Orri Sævarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasölu Heklu.
L-200 og Amarok vinnuhestar
Með nýjum og rafknúnum VW Crafter, nýjustu viðbótinni í atvinnubílaflota Heklu, segir Símon það ljóst að Volkswagen sé að leggja gríðarlega áherslu á umhverfið og í allra nánustu framtíð muni viðskiptavinum Hekla bjóðast rafmagns- eða vistvænar atvinnubifreiðar í nánast öllum stærðarflokkum.
Nánar er fjallað um málið í Atvinnubílar, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.