*

Bílar 7. júní 2021

VW ID 4 er Bíll ársins

Rafbíllinn Volkswagen ID 4 hefur verið valinn Bíll ársins af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna.

Róbert Róbertsson

Rafbíllinn Volkswagen ID 4 var valinn Bíll ársins við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum Blaðamannafélags Íslands nú í kvöld.

Bandalag íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) stendur fyrir valinu á Bíl ársins. 12 bílar komust í úrslit í fjórum flokkum. Ekkert val var á síðasta ári sökum Covid-19 og því sérlega mikil spenna í loftinu í ár hver verður valinn Bíll ársins.

Opel Corsa e sigraði í flokki minni fólksbíla. Í flokki stærri fólksbíla sigraði Volkswagen ID 3. Í flokki minni jepplinga/jeppa sigraði Volkswagen ID 4 og loks sigraði Land Rover Defender í flokki stærri jepplinga/jeppa. ID 4 fékk flest stig dómnefndar og telst því Bíll ársins. Hann hlýtur að launum Stálstýrið.