*

Menning & listir 27. október 2012

Warhol flæðir yfir markaðinn

Verk eftir bandaríska listamanninn Andy Warhol njóta vaxandi vinsælda. Sýning á verkum hans á Metropolitan-safninu er vel sótt.

Andy Warhol nýtur vaxandi vinsælda bæði á listmarkaðnum og meðal listsafna um heim allan. Nú stendur yfir vinsæl sýning á verkum hans og þeirra listamanna sem nutu hvað helst áhrifa hans í Metropolitan safninu og á næstunni mun Warhol stofnunin selja allt sem eftir er af safni þeirra á uppboði.

Hæsta verð sem fengist hefur fyrir verk hans eru tæpar 72 milljónir dollara, enda er Warhol vinsæll meðal safnara úti um allan heim.

Hvort sala þessara fjölmörgu verka munu flæða yfir markaðinn og draga niður verðið er erfitt að segja en von er á fyrstu sölunni 12. nóvember hjá Christie‘s.

Hér má sjá myndskeið af sýningu og viðtal við aðstoðarsafnvörð á Metropolitan-safninu um sýninguna.

Stikkorð: Andy Warhol