*

Ferðalög 23. janúar 2013

Bandarískur blaðamaður segir Reykjavík litla heimsborg

The New York Times fjallar lofsamlega um Ísland á vefsíðu sinni.

Blaðakonan Liz Alderman segir frá upplifun sinni af Reykjavík og talar um hversu sérstæð þessi litla heimsborg er á vefsíðunni The New York Times.  

Liz fellur algjörlega fyrir landi og þjóð og dásamar allt sem verður á vegi hennar. Hún talar um töff búðir á Laugavegi sem er laus við H&M og Söru. Og auðvitað er minnst á norðurljós og tröll. 

Blaðakonan kíkir inn á Laundromat og borðar kvöldmat á Fiskmarkaðnum. Það vekur eftirtekt hennar hve tómlegur veitingastaðurinn er en hún segir að það hljóti að vera vegna kuldans og að heimamenn hafi flestir ekki efni á að borða á slíkum stað, vegna hrunsins. 

Aðspurð hversvegna hún fór til Íslands svarar hún: „Hvers vegna Ísland? Hvar á ég að byrja?“

Stikkorð: Ferðalög