*

Sport & peningar 21. júlí 2020

Williams og Portman stofna fótboltalið

Kalifornía mun eignast nýtt lið í fótboltadeildinni NWSL árið 2022 en Serena Williams og Natalie Portman eru meðal eigenda.

Fjárfestahópur, sem inniheldur stjörnur á borð við tenniskonuna Serena Williams og leikkonuna Natalie Portman, stendur á bak við stofnun nýs kvennalið í bandarísku fótboltadeildinni NWSL en liðið mun hefja keppni árið 2022. BBC segir frá

Enn á eftir að ákveða nafn og heimavöll fyrir liðið en eigendahópurinn, með meirihluta kvenna, hefur kallað sig Englaborgin (e. Angel City). 

Ekkert lið frá Kaliforníu spilar í NWSL deildinni í dag en Lisa Baird, framkvæmdastjóri hennar, segir að deildin hafi lengi horft til þess að fá lið frá Kaliforníu þar sem þegar er mikill áhugi á kvennaboltanum. 

Alexis Ohanian, eiginmaður Williams og einn stofnenda tæknifyrirtækisins Reddit, er einnig hluti af fjárfestahópnum. Olympia, tveggja ára dóttir hjónanna, er einnig skráð sem hluthafi í Englaborginni. 

Aðrir fjárfestar sem koma að liðinu eru fjórtán fyrrum liðsmenn bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta og leikkonurnar Eva Longoria, Jennifer Garner, Uzo Aduba, Jessica Chastain og America Ferrera. Einnig koma fjárfestar úr og tækni- og fjölmiðlabransanum að verkefninu.