*

Tölvur & tækni 19. júlí 2012

Windows 8 kemur út þann 26. október næstkomandi

Afkomutilkynning kemur frá Microsoft í dag og er jafnvel búist við tapi á síðasta ársfjórðungi.

Microsoft hefur formlega gefið það út að nýjasta útgáfan af Windows stýrikerfinu, Windows 8, mun koma út þann 26. október næstkomandi. Var greint frá þessu á bloggsíðu Microsoft í gær.

Í dag greinir fyrirtækið frá afkomu sinni á fjórða fjórðungi fjárhagsárs síns og er jafnvel búist við því að tap hafi orðið á rekstrinum á tímabilinu í fyrsta skipti í sögu Microsoft. Ástæða þessa hugsanlega taps eru miklar afskriftir á fjárfestingum í internetarmi fyrirtækisins. Árið 2007 borgaði Microsoft um 6,3 milljarða dala fyrir auglýsingaþjónustuna Aquantive, en hún fjárfestingin hefur ekki skilað árangri og hefur Microsoft afskrifað 6,2 milljarða dala.

Stikkorð: Microsoft  • Windows 8