*

Hitt og þetta 20. júlí 2005

Woods vann sér inn 82 milljónir á Opna breska

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods fékk 1.261.584 dollara ávísun, eða rúmar 82 milljónir króna fyrir sigurinn á Opna breska meistaramótinu sem fram fór á St. Andrews um helgina. Með sigrinum færðist Woods upp í efsta sæti peningalistans en hann hefur þénað um 430 milljónir króna á mótum ársins, að því er fram kemur á heimasíðu PGA Evrópumótaraðarinnar.

Annar á mótinu var Colin Montgomerie sem fékk rúmar 49 milljónir en Fred Couples og Jose Maria Olazabal skiptu þriðja sætinu og fengu tæpar 28 milljónir hvor. Heildar verðlaunafé á mótinu samsvarar 470 milljónum íslenskra króna en allir keppendur mótsins fá verðlaunafé að undanskildum áhugamönnunum. Nokkrir áhugamenn náðu þó ágætis árangri en þar ber helst að nefna Lloyd Saltman sem varð í 15.-22. sæti. Hann fékk þó ekki 5,2 milljónir króna eins og þeir atvinnumenn sem lentu í sama sæti.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is