*

Tölvur & tækni 8. september 2017

WOW air vinnur verðlaun fyrir samfélagsmiðla

WOW air vann til tveggja verðlauna fyrir framúrskarandi árangur á samfélagsmiðlum á verðlaunahátíðinni SimpliFlying: Awards for Excellence in Social Media 2017.

Verðlaunin eru veitt þeim flugfélögum sem þykja skara fram úr á vettvangi samfélagsmiðla en þetta er annað árið í röð sem WOW air hlýtur þessi verðlaun.

WOW air bar sigur úr býtum í eftirfarandi flokkum:

-Branding: Flugfélög sem nýta sér samfélagsmiðla til þess að styrkja auðkenni félagsins með skýrum og samkvæmum hætti.

-Overall in Europe: Evrópsk flugfélög sem hafa náð að samræma með árangursríkum hætti samfélagsmiðla og aðra tækni á öllum mörkuðum sínum.

„Við erum virkilega stolt af þessum verðlaunum, með þeim skipar WOW air sig í sess með stærstu flugfélögum heims. Stefna WOW air á samfélagsmiðlum er að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín og gera óvenjulega hluti með eins litlum tilkostnaði og mögulegt er. Verðlaun sem þessi eru frábær viðurkenning og gefa sterklega til kynna að við séum á réttri leið. Við höfum tekið áhættur og það hefur skilað sér. Þá erum við afar stolt af okkar frábæra teymi sem hefur unnið hörðum höndum til að ná þessum árangri,“ segir Engilbert Hafsteinsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðsviðs WOW air.

 

 

Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Lundúnum fyrr í vikunni.