*

Tölvur & tækni 16. desember 2013

Xbox úr gulli í Harrods

Aðdáendur gulls og Xbox eru sennilega búnir að setja þennan grip á jólagjafalistann.

Þar sem gull er alltaf klassískt hvernig væri þá að gleðja ástvin um jólin með Xbox One, úr gulli?

Slíkur gripur fæst í Harrods í London og kostar 10 þúsund dali eða um 1,2 milljónir króna.

Tækið er nákvæmlega eins og önnur Xbox tæki utan gullkassans utan um tækið. Á vefsíðunni Gizmodo, sem segir frá málinu, er tekið fram að þetta sé samt alltaf pæling ef tækið selst upp í öðrum búðum.

Stikkorð: Gull  • Xbox One