*

Bílar 30. desember 2021

XPeng kemur til Evrópu

Kínverski bílaframleiðandinn mun setja nýjan jeppa á markað í Evrópu og Kína á sama tíma.

Kínverski rafbílaframleiðandinn XPeng kynnti fyrir skömmu fjórða rafbílinn sinn sem ber nafnið XPeng G9. Þetta verður fyrsti rafbíllinn frá framleiðandanum sem settur verður samtímis á markað í Evrópu og Kína. 

Ekki hafa verið kynntar allar tæknilegar upplýsingar um bílinn. Þó hefur verið kynnt að hann verði tæplega fimm metra langur, meðalstór jeppi og hægt verður að hlaða hann um 200 km drægni á aðeins 5 mínutum. 

Aðrir bílar framleiðandans eru smájeppinn G3i og fólksbílarnir P5 og P7.

XPeng hefur selt bíla í Noregi í eitt ár, aðallega G3 sem er með 450 km drægni og kostar um 5,2 milljónir íslenskra króna. Hafa þeir reynst vel að sögn norskra bílagagnrýnenda. 

Stikkorð: XPeng G9  • XPeng