*

Veiði 1. júlí 2012

Yfir 100 milljónir fyrir Norðurá

Stangveiðifélag Reykjavíkur hefur leigt Norðurá í Borgarfirði í að verða 70 ár. Leigan er í hærri kantinum.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR) endurnýjaði í byrjun júní leigusamning við veiðifélag Norðurár. Eldri samningurinn rennur út á næsta ári.

Frá árinu 1946 hefur SVFR samið við landeigendur um ána og hefur hún aldrei farið í útboð. Og samstarfið heldur áfram.

Leiguverðið er yfir 100 milljónir króna samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins en nákvæm tala fékkst ekki staðfest. Fer Norðurá því í hóp 100 milljóna króna áa eins og Þverá/Kjarrá.