*

Bílar 22. ágúst 2013

Yfir 20 bílar í forvali fyrir Bíl ársins

Alls eru 22 bílar í forvali fyrir Bíl ársins. Valð verður tilkynnt þann 21. september.

22 nýir bílar eru í forvali fyrir Bíl ársins 2014 á Íslandi. Það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, sem stendur að valinu í níunda sinn. Að þessu sinni fer valið fram í samstarfi við Bílgreinasamband Íslands og bakhjarl valsins er Frumherji hf. Tilkynnt verður um valið 21. september nk.

Bílunum er skipt upp í þrjá flokka, þ.e. smærri fólksbíla, stærri fólksbíla og jeppa/jepplinga. 

Í flokki smærri fólksbíla eru: Renault Clio, Ford B-Max, Skoda Rapid, VW Golf, Audi A3, Toyota Auris og Toyota Corolla. 

Í flokki stærri fólksbíla eru Mercedes-Benz CLA, Kia Carens, Mazda 6, Skoda Octavia, Lexus IS300h og rafbíllinn Tesla Model S. 

Í flokki jeppa/jepplinga eru Chevrolet Trax, Mercedes-Benz GL, Honda CR-V, Subaru Forester, Isuzu D-Max, Ford Kuga, Mazda CX-5, Mitsubishi Outlander og Toyota RAV-4.

Stikkorð: Bíll ársins