*

Bílar 15. janúar 2014

Yfir 22 þúsund Tesla S bílar seldust í fyrra

Hlutabréf í Tesla Motors hækkuðu um 16% í viðskiptum í gær.

Stjórnendur Tesla Motors tilkynntu í gær að fyrirtækið hefði selt 22.300 eintök af Tesla S bílnum í fyrra. Þetta varð til þess að hlutabréf hækkuðu um 16% í viðskiptum í gær. 

Einnig var tilkynnt að næstum allir Tesla S bílarnir sem voru innkallaðir á mánudaginn hefðu verið forritaðir upp á nýtt til þess að koma í veg fyrir að rafmagnskerfið myndi ofhitna. 

Bifreiðaeftirlit Bandaríkjanna sagði í gær að rafkerfi í 29.222 bílum í Bandaríkjunum væru gölluð og þessi galli gæti valdið því að það kviknaði í bílunum.

Meira um málið á vefnum Automotive News.  

Stikkorð: Tesla Motors