*

Sport & peningar 28. maí 2011

Yfir 60 milljarða fótboltaleikur framundan

Aldrei hafa jafn miklir fjárhagslegir hagsmunir verið í húfi í Meistaradeildinni. Barcelona og Man. Utd. mætast á Wembley í kvöld.

Úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu er beðið með mikilli eftirvæntingu en í honum mætast Katalóníustórveldið Barcelona og Englandsmeistarar Manchester United. Liðin hafa árum saman verið í fremstu röð í Evrópu. Þau mættust í úrslitunum fyrir tveimur árum en þá hafði Barcelona betur, sigraði 2-0 með mörkum Samuel E'too og Lionel Messi. 

Það eru miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi í leiknum. Sigurliðið fær sem jafngildir tæplega 22 milljörðum króna en tapliðið fær um 11 milljarða í sinn hlut. Í samantekt Mastercard, sem dagblöð víða um heim vitna til í dag, kemur fram að heildarumfang leiksins sé áætlað um 60 milljarðar króna. Af þessum 60 er álitið að 15 milljarðar verði innspýting inn í efnahag í lönd Evrópu. Þar vegur þyngst sala á drykkjum og mat samhliða leiknum en ráð er fyrir því gert að barir verið fullir að fólki á meðan á leik stendur.