*

Hitt og þetta 10. október 2013

Yfirgefin París í Kína - Ótrúlegt myndband

Stefnt var að því að tíu þúsund íbúar flyttu til Tianducheng þegar hún var byggð árið 2007. Enda nákvæm eftirmynd Parísar í Frakklandi.

Smáborgin Tianducheng í Kína er byggð í nákvæmri eftirmynd af París í Frakklandi. Eina vandamálið er að borgin stendur nánast tóm.

Hér er alveg ótrúlegt myndband af borginni þar sem sjá má yfirgefnar byggingar, örfáa íbúa á röltinu og þögnin er ærandi.

Yfirvöld hófu að byggja borgina árið 2007. Reiknað var með um 10 þúsund íbúum í þessari litlu París en í dag búa rétt um 2000 manns í borginni og vinna þeir flestir í skemmtigarði með frönsku þema við hliðina á borginni.

Effelturninn er rúmlega 100 metrar á hæð (Effelturninn í París er 324 metrar). Hugað var að hverju einasta smáatriði þegar turninn var reistur. Einnig eru gosbrunnar og fleiri byggingar í Tianducheng nákvæmar eftirlíkingar frá París.

Lítið er annars vitað um Tianducheng enda ekki nema von þar sem kínversk stjórnvöld vilja síður vekja athygli á misheppnuðum byggingarframkvæmdum. Það er þó vitað að stefnt var að því að opna skóla, spítala og fallegt félagsheimili fyrir betri borgara í borginni. En í dag eru flestir íbúarnir nýgift fólk í leit að ódýru húsnæði.

 

 

Stikkorð: Kína  • Kína  • Rugl
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is