*

Hitt og þetta 7. febrúar 2014

Yfirgefnar hallir í London

Fjölmörg hús í mjög dýrum hverfum í London standa yfirgefin og eru í mikilli niðurníslu.

Á næstdýrustu götunni í London, Bishops Avenue, er fjöldinn allur af yfirgefnum höllum. Gróður stingst í gegnum gamla stiga, vatn seytlar niður veggi og dýrahræ þekja teppin.

Hvernig getur þetta verið svona, gæti einhver spurt sig, þegar fasteignaverð er í botni í London og sérstaklega á þessu svæði?

En það er einmitt þess vegna. Húsin og íbúðirnar eru í eigu erlendra auðjöfra. Margir þeirra eru frá Rússlandi eða Sádí Arabíu sem hafa keypt heilu hallirnar sem þeir heimsækja síðan sjaldan. Og á meðan grotnar allt niður.

Í Belgraviahverfinu í London er ástandið orðið svo slæmt að hverfið hefur fengið viðurnefnið „fíni draugabærinn" eða High-End Ghost Town.

Á Bishops Avenue eru eignir að verðmæti 570 milljónum dala sem enginn býr í að staðaldri og í mörgum húsanna hefur aldrei verið búið. Húsin hafa grotnað niður síðustu ár eins og sjá má á myndunum í safninu hér að ofan og hér.

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • London