*

Heilsa 9. febrúar 2013

Yfirhalning í febrúar

Ef þú ert þreyttur, grár og gugginn eftir sögulega erfiðan janúar þá er þetta hér fyrir neðan eitthvað fyrir þig.

Lára Björg Björnsdóttir

Við vitum að fegurðin kemur að innan. En hvað ef það er ekki nóg? Hvernig væri að fara í smá yfirhalningu og klassa sig aðeins upp? Snyrtistofur bjóða ekki bara upp á týpískar hand- og fótsnyrtingar heldur ýmislegt annað líka. Hvers vegna ekki að kíkja í einhverja nýstárlega og óvenjulega meðferð á snyrtistofu sem þú getur montað þig af á næsta morgunverðarfundi?

 Á Nordica Spa eru spennandi hlutir að gerast en í þessari verður byrjað að nota vörur frá Dr Bragi. Húðvörulínan heitir eftir Dr. Jóni Braga Bjarnasyni (1948-2011), prófessor í lífefnafræði, sem helgaði ævistarf sitt rannsóknum á sjávarensímum og virkni þeirra. Dr Bragi vörurnar eru án rotvarnarefna, parabena, olíu, ilmefna og litarefna. Nordica Spa er eina snyrtistofan á Íslandi sem býður upp á lúxusandlitsbað frá Dr Bragi. Þú verður ekki ljótur eftir þetta.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: Heilsa  • Karlar