*

Menning & listir 9. október 2013

Yfirhönnuður Apple býr til myndavél

Tveir af helstu hönnuðum heims hafa snúið bökum saman og búið til eitt eintak af myndavél undir merkjum Leica.

Hönnuðirnir Jonathan Ive og Marc Newson hafa sérhannað nýja ljósmyndavél undir merkjum þýska myndavélaframleiðandans Leica. Vélin hefur fengið heitið Leica Digital Rangefinder. Aðeins ein vél verður framleidd og verður hún í dýrari kantinum. Vélin verður boðin upp á uppboði í næsta mánuði. Andvirði þeirra vara sem seldar verða á uppboðinu renna í sjóðinn Global Fund, sem styður við rannsóknir sem eiga m.a. að finna lækningu við alnæmi og vinna á berklum og malaríu. 

Ive er yfirhönnuður Apple og má handbragð hans finna á nokkrum af þekktustu vörum fyrirtækisins, s.s. iPod-spilurunum, iPad-spjaldtölvunum, iPhone-símum Apple og nýjasta stýrikerfinu iOS7.

Myndavélin af svipuðum toga en búkur hennar er úr áli og hún skorin út með svipuðum hætti oa MacBook Air-tölvur Apple. 

Breska dagblaðið Guardian segir um myndavélina að 85 daga hafi tekið að búa myndavélina til, 2.149 vinnustundir og hafi 1.000 frumgerðir verið búnar til áður en endanleg vélin leit dagsins ljós. 

Stikkorð: Jonathan Ive  • Leica