*

Menning & listir 18. júní 2014

Yfirlitssýning á verkum Bjarkar í MoMA

Yfirlitssýning á verkum Bjarkar er væntanleg í MoMA nýlistasafnið í New York í mars á næsta ári.

Sæunn Gísladóttir

Tilkynning hefur borist frá MoMA, nýlistasafninu í New York, að yfirlitssýning sé væntanleg sem helguð verður tónlistarferli Bjarkar. Sýningin mun einfaldlega heita 'björk' og mun Klaus Biesenbach vera sýningastjóri hennar. Sýningin mun opna 7. mars 2015 og vera til sýnis í þrjá mánuði þangað til 7. júní. 

Til sýnis munu meðal annars vera búningar, upptökur af gjörningum hennar, sérhönnuð hljóðfæri sem hún hefur notað og fleira. 

Björk hefur unnið með ljóðskáldinu og vini sínum Sjón að eins konar frásagnarþræði sem mun tvinna saman verk hennar á hátt sem aldrei hefur fyrr sést. Á sýningunni verður einnig glænýtt hljóð og myndverk eftir Björk, Andrew Huang og Autodesk. Öruggt er að segja að spennandi tímar séu framundan hjá Björk. 

Stikkorð: MoMA  • Björk Guðmunsdóttir