*

Hitt og þetta 4. september 2013

Yfirmanni sagt að troða því

Starfsfólk í skó- og fatabúð í Bandaríkjunum rauk út um miðjan dag og læsti búðinni. En það var ekki það eina sem það gerði.

Starfsfólk í skóbúð nokkurri hafði fengið nóg af yfirgangi yfirmanns og sagði upp fyrirvaralaust á dögunum. Starfsfólkið, sem vann í Journeys footwear and apparel í verslunarmiðstöðinni Rochester´s Marketplace Mall, ákvað að ganga út um miðjan dag og það á mjög miklum álagstíma þegar fólk kaupir föt og skó fyrir skólann.

Starfsfólkið gekk út og læsti á eftir sér en það lét það ekki nægja heldur voru skilaboð hengd upp til yfirmannsins. Skilaboðin má sjá á myndinni hér að ofan eða hér.

Og annað gott: Dagssekt í verslunarmiðstöðinni fyrir þá sem virða ekki opnunartímann er 500 dalir á dag.

Stikkorð: Vonbrigði  • Reiði  • Uppreisn