*

Tölvur & tækni 18. júní 2014

Yo-appið hefur safnað yfir milljón dollara

App sem gerir ekkert annað en að senda textaskilaboðin yo hefur safnað milljón dollara.

Nýtt app sem gerir ekkert annað en að senda vinum textaskilaboðin yo hefur grætt yfir milljón dollara, eða sem nemur 114 milljónum íslenskra króna. 

Tilgangur appsins er að leyfa notendum þess að senda vinum sínum þessi stuttu skilaboð til merkingar um það að þeir séu að hugsa til vina sinna.

Appinu gengur vel, nú þegar hafa 50.000 manns notað appið og sent yfir 4 milljónir yo. Einnig hafa safnast milljón dollarar í fyrirtækið og verið er að ráða fleiri starfsmenn. Í ljósi velgengnis fyrirtækisins veltir maður fyrir sér hvort appi sem sendir hey eða alright geti gengið jafn vel.

Stikkorð: app  • yo