*

Bílar 13. júní 2012

Kraftmesti fjölskyldubíll í heimi

Franski bílaframleiðandinn Bugatti veltir ætlar sér að framleiða 16C Galibier. Sendi frá sér nýtt kynningarmyndband fyrir stuttu.

Franski bílaframleiðandinn Bugatti kynnti 16C Galibier tilraunabílinn haustið 2009. Samkvæmt óstaðfestum heimildum frá Bugatti er ráðgert að framleiða bíllinn og sá fyrsti komi af færibandinu árið 2014.

Er ákvörðun sögð koma í kjölfar þess að Volkswagen, eigandi Bugatti, studdi framleiðslu á bílnum.

Bíllinn er fjögurra dyra, með 8 lítra vél sem skilar yfir þúsund hestöflum og er því kraftmesti fjölskyldubíll í heimi.

Til samanburðar er Ferrari FF, sem einnig er fjögurra sæta, „aðeins" 651 hestöfl. Bíllinn hefur selst vel að sögn Ferrari.

Lamborghini Estoque tilraunabíllinn er 580 hestöfl en ekki er útilokað að stærri vél verði í boði, verði bíllinn á annað borð framleiddur.

16C Galiber mun kosta tæpar 200 milljónir króna á meginlandi Evrópu. 

Fyrir skömmu birti Bugatti nýtt kynningarmyndband um bílinn. 

Vélarhlífin opnast í tvennu lagi. Slíkt var algengt á fyrri hluta síðustu aldar.

Bíllinn er kraftmesti fjögurra dyra bíll í heimi.

Mikið er lagt í bílinn, bæði að innan sem utan.

 

Allur aðbúnaður bílstjóra verður ekki betri.

Sama gildir um farþega.

Bílinn er skírður í höfðuðið á Bugatti Type 57 Galibier sem var framleiddur frá 1934-1940, í aðeins 710 einstökum. Eins og sjá má hefur verið litið til hönnunar 57 Galiber á nýja bílnum.

Stikkorð: Bugatti