Ása Jóhannesdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjá Stoð. Ása hefur starfað sem deildarstjóri hjúkrunar- og lækningavörudeildar MEDOR síðastliðin 6 ár, var áður viðskiptastjóri hjá MEDOR og vörustjóri hjá svefnrannsóknarfyrirtækinu Flögu.

Ása er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, meistaragráðu í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands og B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands. Hún tekur við af Elíasi Gunnarssyni sem lætur af störfum eftir farsælt starf.

Stoð er rótgróið framleiðslu- og þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði. Stoð framleiðir og selur stoðtæki, gervilimi, spelkur, bæklunarskó, innlegg og aðrar stuðningsvörur. Auk þess selur stoð hjálpartæki fyrir hreyfihamlaða, hjólastóla og göngugrindur ásamt því að reka verkstæði sem sér um viðgerðarþjónustu á hjálpartækjum.