Fjártæknifyrirtækið Aurbjörg hefur ráðið inn tvo nýja starfsmenn. Ásgerður Þórunn Hannesdóttir mun gegna stöðu lögfræðings og regluvarðar og Thomas Boitard verður vöruþróunarstjóri Aurbjargar. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Ásgerður Þórunn Hannesdóttir starfaði áður hjá Reykjavíkurborg á þjónustu- og nýsköpunarsviði og þar áður hjá Arion banka á viðskiptabankasviði í deild vöruþróunar, reksturs- og stafrænni framtíð. Hún hefur víðtæka reynslu af úrlausnum lögfræðimálefna í þróun stafrænna lausna, persónuvernd og samningagerð. Ásgerður er með M.A. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands.

Thomas Boitard starfaði síðast sem upplýsingastjóri hjá Flyware á Íslandi og áður sem vörueigandi markaðslausna hjá Íslandsbanka. Hann hefur einnig margra ára reynslu sem tölvunarfræðingur hjá frönskum bönkum og eignastýringarfyrirtækjum. Thomas er með M.S. gráðu í fjármálum og tölvunarfræði úr CY Tech í Frakklandi, ásamt einu misseri í viðskiptafræði úr Háskólanum í Reykjavík.

Jóhannes Eiríksson, framkvæmdastjóri Aurbjargar:

„Það er mikill fengur að fá Ásgerði og Thomas til liðs við ört stækkandi teymi Aurbjargar, en þau búa yfir verðmætri reynslu sem mun nýtast vel í að hjálpa okkur í þeirri uppbyggingu sem framundan er.“