Hönnunar- og hugbúnaðarhúsið Hugsmiðjan, sem sérhæfir sig í hönnun og þróun á stafrænum lausnum fyrir stærri fyrirtæki og stofnanir, hefur nýlega ráðið átta einstaklinga til að fást við hönnun, forritun og stýringu á stærri hugbúnaðarverkefnum.

„Við erum einstaklega ánægð með þennan flotta hóp af fagfólki og þakklát fyrir liðsaukann á þessum annasömu tímum í okkar rekstri,” segir Ragnheiður Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Hugsmiðjunnar, í tilkynningu.

Arna Vala Sveinbjarnardóttir er vefhönnuður með B.A. gráðu í arkitektúr frá LHÍ árið 2007. Hún lauk meistaranámi í hönnun og sjálfbærni við Aalto University Í Finnlandi.

Ásdís Erna Guðmundsdóttir er forritari með BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík og starfaði áður hjá Advania í deild Vefverslana.

Bryndís Sveinbjörnsdóttir er vefhönnuður með BA í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands. Hún lærði vefhönnun og þróun í Vefskólanum. Bryndís starfaði sem vefstjóri hjá Kristjana S Williams Studio í London í sex ár. Hún vann einnig að uppsetningu listasýninga stúdíósins í þekktum listasöfnum t.d Victoria & Albert Museum og The Other Art Fair.

Elín Bríta Sigvaldadóttir hefur verið ráðinn viðskiptastjóri og ráðgjafi. Hún er með BA-gráðu í vöruhönnun og stundar nú MPM-nám í verkefnastjórnun við HR samhliða vinnu. Hún hefur starfað við fjölbreytt verkefni meðal annars á sviði hönnunar, blaðamennsku og kvikmyndagerðar áður en hún hóf störf hjá Hugsmiðjunni.

Jónas Grétar Sigurðsson er forritari með B.Sc í stærðfræði og M.Sc gráðu í hugbúnaðarverkfræði. Hann starfaði áður við forritun hjá Menntamálastofnun.

Pétur Aron Sigurðsson er forritari með BSc í tölvunarfræði. Hann starfaði áður hjá Tripadvisor.

Arnór Ragnarsson er forritari með Diplóma í Vefþróun frá Vefskólanum. Arnór starfaði áður á ferðalausnarsviði TM Software.

Þorkell Máni Þorkelsson er forritari með BSc í tölvunarfræði frá HÍ. Hann hefur starfað síðastliðin fimm ár sem forritari hjá Vodafone.