Hreint, eitt elsta ræstingarfyrirtæki landsins, hefur ráðist í skipulagsbreytingar en félagið segist vera í milli sókn og sér mörg tækifæri til að frekari vaxtar. Þjónustu- og mannauðssviði félagsins hefur verið skipt upp í þeim tilgangi að auka sérhæfni mannauðs og þjónustu.

Við starfi mannauðsstjóra tekur Kristín Dögg Höskuldsdóttir. Hún hefur reynslu á sviði mannauðsmála en hún hefur áður gengt starfi starfsmannastjóra Securitas og mannauðsstjóra Subway.

Við þjónustu- og gæðasviði tekur Atli Örn Jónsson. Hann hefur m.a. starfað hjá Valitor, Íslandsbanka og Verði tryggingum.

Hreint var stofnað 12. desember 1983. Aðalskrifstofa félagsins er í Kópavogi en starfssvæðin eru höfuðborgarsvæðið, Akranes, Akureyri, Hveragerði og Selfoss. Hjá fyrirtækinu starfa rúmlega 200 manns af á annan tug þjóðerna.