Þekking hefur ráðið nýjan sviðsstjóra Viðskiptaþróunar og ráðist í breytingar á Rekstrarsviði, að því er kemur fram í tilkynningu.

Árni Rúnar Birnuson hefur tekið við stöðu sviðsstjóra Viðskiptaþróunar hjá Þekkingu en Árni hefur unnið hjá fyrirtækinu síðastliðin 8 ár og sinnt lykil viðskiptavinum í stöðu viðskiptastjóra. Í tilkynningu segir að Árni búi yfir dýrmætri þekkingu á þjónustu, vörum og viðskiptavinum Þekkingar og hafi komið að fjölbreyttum verkefnum innan félagsins gegnum árin s.s. tæknilegum innleiðingum, vöruþróun og gæðavinnu þvert á fyrirtækið.

Þá hafa verið gerðar breytingar innan Rekstrarsviðs sem miða að því að skerpa áherslur og einfalda boðleiðir. Árný Björg Ísberg sem áður sinnti stöðu þjónustustjóra verður nú deildarstjóri Reksturs og þjónustu og Marteinn S. Sigurðsson sem sinnti áður hlutverki rekstrarstjóra tekur nú við stöðu deildarstjóra Innviða og högunar.