Þann 1. júní síðastliðinn var Kristján Þór Ragnarsson tekinn inn í eigendahóp Deloitte. Hann hóf störf hjá Deloitte árið 2006 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2016.

Kristján hefur stýrt starfsstöð Deloitte í Reykjanesbæ frá árinu 2021 og unnið við endurskoðun margra fyrirtækja í viðskiptamannahópi Deloitte undanfarin ár, þar á meðal fyrirtækja í sjávarútvegi, líftækni og framleiðslu ásamt því að hafa víðtæka reynslu af endurskoðun og reikningsskilum fyrir sveitarfélög og opinberar stofnanir.

„Kristján býr yfir viðamikilli reynslu og góðum tengslum við viðskiptalíf og samstarfsfólk sem mun efla starfsemi Deloitte enn frekar. Við bjóðum Kristján innilega velkominn í hópinn,“ segir Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte.

Þá mun Birna María Sigurðardóttir, meðeigandi Deloitte og sviðsstjóri Áhætturáðgjafar, taka að sér hlutverk framkvæmdastjóra rekstrar og fjármála, samliða stýringu Áhætturáðgjafar, og bera ábyrgð á fjármálum og daglegum rekstri Deloitte.

Guðrún Ólafsdóttir, meðeigandi Deloitte, gekk til liðs við Deloitte í upphafi árs 2023 og bættist þá við stjórnendahóp Upplýsingatækniráðgjafar. Hún hefur leitt áframhaldandi uppbyggingu sviðsins og tekið við sem sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar.