Bryndís Silja Pálmadóttir hefur verið ráðin sem ráðgjafi hjá samskiptafyrirtækinu Aton.JL. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Aton.JL veitir ráðgjöf um skipulögð samskipti fyrirtækja og stofnana með greiningum, vöktun, stefnumótun, vörumerkjastjórn, skapandi hugmyndavinnu, almannatengslum og auglýsingagerð.

Bryndís er með BA gráðu í almennri bókmenntafræði frá HÍ og MA gráðu í Mið-Austurlandafræði og arabísku frá SOAS University of London með áherslu á stjórnmál svæðisins.Hún kemur til Aton.JL frá pólitíska ráðgjafafyrirtækinu Atlas Partners í Lundúnum þar sem hún starfaði í rannsóknarteymi fyrirtækisins. Áður starfaði hún sem blaðamaður hjá Fréttatímanum og Fréttablaðinu.

Sif Jóhannsdótti, rekstrarstjóri Aton.JL:

„Það er mikill fengur að fá Bryndísi til starfa hjá okkur og hún mun auðvelda okkur að takast á við fjölgun verkefna og sífellt aukna ásókn í þjónustu okkar. Menntun hennar og reynsla mun einnig styrkja enn frekar þá fjölbreyttu sérþekkingu sem finna má innan fyrirtækisins. Með ráðningu Bryndísar getum við enn betur mætt ólíkum þörfum viðskiptavina okkar og aukið breidd þeirra verkefna sem við tökum að okkur.“