Brynjar Steinarsson er nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Samkaupa. Undir hann munu heyra fjármál upplýsingatækni og rekstur skrifstofu.

Brynjar er menntaður viðskiptafræðingur frá háskólanum í Kristiansand auk þess að vera útskrifaður sem kerfisfræðingur frá Viðskiptaháskólanum í Árósum. Hann var skrifstofustjóri Kaupfélags Suðurnesja og starfaði við endurskoðun hjá Ernst & Young í Noregi.  Brynjar hefur verið forstöðumaður fjármálasviðs Samkaupa síðan 2010.