Eggert Benedikt Guðmundsson, fyrrum forstjóri HB Granda og N1, var kosinn í stjórn Landsnets á aðalfundi félagsins í gær. Auk hans skipa stórn Landsnets þau Sigrún Björk Jakobsdóttir, Katrín Olga Jóhannesdóttir, Svava Bjarnadóttir og Ólafur Rúnar Ólafsson. Sigrún Björk gegnir stjórnarformennsku.

Í lok síðasta árs lét Eggert af störfum sem forstöðumaður Grænvangs, samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, en hann hafði gengt þeirri stöðu í rúm tvö ár. Þar áður var hann forstjóri nýsköpunarfyrirtækisins eTactica nýsköpunarfyrirtækið sem starfar á sviði raforkueftirlitskerfa.

Eggert starfaði sem forstjóri N1 á árunum 2012-2015 og var þar áður forstjóri HB Granda í rúm átta ár.