Elín María Björnsdóttir og Sigrún Dóra hafa verið kjörnar í stjórn Wise. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Elín María Björnsdóttir býr yfir langri alþjóðlegri reynslu í mannauðsmálum, stjórnun og stefnumótun, breytingastjórnun og fyrirtækjamenningu. Sem alþjóðlegur ráðgjafi vann hún með fjölmörgum af stærri fyrirtækjum heims sem og opinbera geiranum í að móta stefnu, efla leiðtogafærni, umbreyta menningu og bæta skilvirkni starfseminnar.

Elín situr nú í framkvæmdastjórn hjá Controlant sem CHRO og hefur leitt uppbyggingu mannauðs- og sjálfbærnisviðs þar síðustu ár.

Sigrún Dóra hefur mikla reynslu í stefnumótun, viðskiptaþróun, rekstri og frumkvöðlastarfi. Sem COO leiddi hún uppbyggingu nets samstarfsaðila fyrir LS Retail, sem er leiðandi í þróun og afhendingu hugbúnaðarlausna fyrir verslanir og veitingastaði í alþjóðavísu. Sigrún er sjálfstæður ráðgjafi og er með MS í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands.

Valgarð Már Valgarðsson er stjórnarformaður Wise og framkvæmdastjóri Adira, aðal eiganda Wise frá lokum 2019. Valgarð er meðeigandi í Adira og hefur komið að uppbyggingu, stefnumótun, viðskiptaþróun, fyrirtækjaviðskiptum og fjármögnun fyrirtækja á undanförnum 20 árum. Hann hefur einnig starfað á fjármálamarkaði í 7 ár og tekið þátt í stofnun farsælla fyrirtækja.

Valgarð Már, stjórnarformaður Wise:

„Wise hefur verið að ganga í gegnum umbreytingar, uppbyggingu og fjölgun tekjustoða á undanförum þremur árum. Reynsla og þekking Ellu og Sigrúnar munu skipta sköpum í áframhaldandi vexti Wise.“