Ester Sif Harðardóttir hefur gengið til liðs við Birki ráðgjöf þar sem hún mun sinna rekstrarráðgjöf með áherslu á skilvirkni í reikningshaldi með uppbyggingu ferla og sjálfvirknivæðingu þeirra.

Hún starfaði sem forstöðumaður á fjármálasviði Festi, áður N1, frá árinu 2016, en áður starfaði hún í tíu ár sem verkefnastjóri hjá Deloitte.

Ester er með M.acc gráðu í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands, og á að baki alhliða reynslu í rekstri fyrirtækja og hlutverki leiðtoga innan þeirra. Auk þess hefur hún verið brautryðjandi í sjálfvirknivæðingu á fjármálasviði.

Birki ráðgjöf veitir fjölbreytta rekstrar- og mannauðsráðgjöf með áherslu á fagmennsku og langtímaárangur.