Háskóli Íslands mun standa fyrir málþingi og afmælisfögnuði á Litla Torgi Háskóla Íslands á morgun í tilefni af níræðisafmæli Guðmundar Eggertssonar erfðafræðiprófessors.

Guðmundur er einn helsti frumkvöðull í menntun líffræðinga á Íslandi og hefur oft verið nefndur faðir erfðafræðinnar á Íslandi en hann var meðal þeirra fyrstu í heiminum til að klóna erfðaefni. Hann átti einnig stóran þátt í að móta líffræðinámið við Háskóla Íslands fyrstu árin.

Árið 1968 varð Guðmundur fyrsti líffræðikennari Háskóla Íslands og kenndi þar sameindalíffræði og aðrar skyldar greinar. Hann lærði sameindaklónun seint á áttunda áratugnum á rannsóknastofu Herbert Boyer, sem var með þeim fyrstu til að klóna DNA.

Guðmundur var einnig meðal þeirra fyrstu í heiminum sem tileinkuðu sér sameindaklónun og flutti hann tæknina hingað til landsins áður en hún var komin til háskóla í nágrannalöndunum