Til þess að mæta vaxandi eftirspurn eftir lausnum Controlant frá nýjum og núverandi viðskiptavinum úr lyfja-, matvæla- og flutningsiðnaðinum er hátæknifyrirtækið Controlant að bæta við sig starfsfólki. Fyrirtækið tilkynnti í dag um ráðningu á fjórum nýjum lykilstjórnendum.

Áslaug S. Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður innleiðingasviðs. Áslaug mun byggja upp og leiða nýtt svið innan Controlant sem heldur utan um innleiðingar á lausnum hjá viðskiptavinum Controlant. Áður en Áslaug gekk til liðs við Controlant starfaði hún hjá Meniga í tíu ár við innleiðingu á hugbúnaði hjá alþjóðlegum fjármálastofnunum. Nú síðast starfaði hún sem forstöðumaður fjártækniþjónustu og leiddi þar áður verkefnastýringu Meniga. Þá starfaði Áslaug í hátt í 7 ár hjá Landsbankanum, meðal annars sem forstöðumaður áhættugreiningar. Áslaug er með MBA og B.Sc. gráðu í verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Jens Bjarnason er nýr forstöðumaður vöruþróunar hjá Controlant. Jens er nýr yfirverkfræðingur hjá Controlant og leiðir hóp sérfræðinga sem spila lykilhlutverk í þróun á vöru- og lausnaframboði félagsins. Jens er kemur með mikla reynslu í farteskinu m.a. frá Marel þar sem hann starfaði í 26 ár. Jens hóf feril sinn hjá Marel sem forritari í hugbúnaðarþróun og varð síðar sölustjóri hugbúnaðar og loks yfirmaður Innova, hugbúnaðar Marel. sem er Marel.. Jens hóf feril sinn hjá Marel Jens er með MBA gráðu og B.Sc. í tölvunarfræði og iðnrekstrarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Ragnhildur Ágústsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðssviðs. Hún mun byggja upp og leiða markaðsmál Controlant. Ragnhildur er annar stofnanda Lava Show í Vík í Mýrdal sem hlaut nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar 2021. Síðastliðin sex ár starfaði hún sem sölustjóri skrifstofu- og öryggislausna hjá Microsoft í Danmörku og á Íslandi og þar áður sem forstöðumaður Hýsingar og Reksturs hjá Advania. Þá var Ragnhildur stjórnandi á fjarskiptamarkaði um 5 ára skeið áður en hún starfaði sem stjórnendaráðgjafi hjá Expectus. Ragnhildur er með meistaragráðu í stefnumótun og stjórnun frá Copenhagen Business School og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Sæunn Björk Þorkelsdóttir er nýr forstöðumaður innkaupastýringar. Sæunn tók við stjórnendastöðu í innkaupum hjá Controlant í upphafi árs 2021 og leiðir nú nýtt innkaupasvið félagsins. Áður starfaði hún sem forstöðumaður innkaupastýringar og kostnaðareftirlits hjá Eimskip í fjögur ár ásamt því að sinna ýmsum öðrum ábyrgðarverkefnum, m.a. að leiða þróun nýrrar einingar á alþjóðavísu, stýra innflutningadeild félagsins í Hamborg og gegna stöðu ferlastjóra á Íslandi. Um árabil kenndi Sæunn flutningafræði og vörustjórnun við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Ásamt þessu er Sæunn einnig formaður Innkaupa- og vörustýringarhóps Stjórnvísi. Sæunn er með meistaragráðu í alþjóðastjórnun frá Stratchclyde University í Glasgow og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Sjá einnig: Ótrúlegur uppgangur Controlant

Controlant hefur leikið lykilhlutverk í öruggri dreifingu og vöktun á COVID-19 bóluefni Pfizer og BioNTech um allan heim og m.a. unnið náið með bandaríska ríkinu hvað það varðar. Það risavaxna verkefni vakti verðskuldaða athygli á lausnum Controlant og var einn af lykilþáttum þess að Pfizer hlaut á dögunum hin eftirsóttu Gartner verðlaun fyrir bestu aðfangakeðju ársins í dreifingu á COVID-19 bóluefni sínu. Því er búist við frekari vexti á komandi mánuðum og árum.