Elsa Kristín Lúðvíksdóttir hefur verið ráðin yfirhönnunarstjóri hjá markaðsstofunni MONI. Elsa Kristín mun leiða markaðsherferðir fyrir fyrirtæki í umsjón MONI á Íslandi og erlendis.

Elsa er nýflutt aftur til Íslands frá Kaupmannahöfn þar sem hún hefur starfað sem vörumerkjastjóri og leitt markaðsherferðir fyrir ýmis vörumerki L'Oréal í Skandinavíu.

Elsa er með MSc. í International Marketing and Management frá Copenhagen Business School og BSc gráðu í viðskiptafræði frá Aalborg University.

„Ég er virkilega spennt að vera partur af MONI og fá að styðja flottan kúnnahóp fyrirtækisins í að vaxa. MONI hefur verið að skila hágæða markaðsherferðum og er stofan ein sú fremsta í stafrænni markaðssetningu. Ég hlakka til að takast á við þau verkefni sem eru framundan hjá MONI og mun leggja mikla áherslu á skapandi markaðssetningu og sterkt skipulag til að hámarka tækifæri viðskiptavina okkar,” segir Elsa.

Í fréttatilkynningu segir að Elsa muni skipuleggja lengri markaðsherferðir, m.a. fyrir Steypustöðina og Sleepy á Íslandi.

Stafræna markaðsstofan MONI var stofnuð árið 2019. Í dag starfa tíu manns hjá fyrirtækinu.