Ný stjórn hefur verið kjör­in á aðal­fundi Icelandic Lamb. Gísli S. Brynjólfsson, forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair, tek­ur við for­mennsku félags­ins af Söru Lind Þrúðardóttir. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir í þriggja manna stjórn. Í stjórn­inni sitja nú ásamt Gísla, Eygló Harðardóttir, fyrrverandi ráðherra og matreiðslunemi, og Steinþór Skúlason, framkvæmdastjóri SS.

Sjá einnig: Allt að 70% hærra verð

Steinþór mun sitja áfram í stjórn sem fulltrúi Landssambands Sláturleyfishafa. Eygló var kjörin fyrir Bændasamtaka Íslands en Gísli er fulltrúi Landssamtaka Sauðfjárbænda. Auk Söru Lindar vék Oddný Steina Valsdóttir úr stjórn.

„Nýverið fékk Icelandic Lamb heimild til markaðssetningar til íslenskra neytenda, en skrifað var undir viðauka við samning Markaðsráðs Kindakjöts og Atvinnuvegaráðuneytisins um aukið virði sauðfjárafurða í september. Samkvæmt viðaukanum verður markaðsstofunni heimilt að vinna að kynningar- og ímyndarmálum fyrir sauðfjárrækt undir formerkjum Icelandic Lamb á innanlandsmarkaði og bíða nýrri stjórn krefjandi verkefni,“ kemur fram í tilkynningunni.