Gunnar Zoëga framkvæmdarstjóri Notendalausna hjá Origo hefur óskað eftir að láta af störfum hjá upplýsingatæknifyrirtækinu. „Origo hf. þakkar Gunnari fyrir vel unnin störf í þágu félagsins,“ segir í stuttorðri tilkynningu Origo til Kauphallarinnar.

Gunnar hóf störf hjá TM Software, sem sameinaðist síðar Nýherja, árið 2003 og hefur síðan gegnt ýmsum störfum, s.s. deildarstjóri Umsjár, framkvæmdastjóri Tæknisviðs og framkvæmdastjóri Lausna og þjónustu hjá Origo samstæðunni.