Hörður Ágústsson, einn stofnenda Maclands, hefur lokið störfum hjá fyrirtækinu. Hann greinir frá þessu í færslu á Facebook.

Næstu mánuði muni hann einbeita sér að verkefni með Hopp Reykjavík sem snúa m.a. að Hopp deilibílum. „Sem er mikið passion project fyrir mig persónulega,“ skrifar Hörður.

Hörður hafði starfað hjá Maclandi í tólf ár og hefur í áraraðir verið betur þekktur undir nafninu Höddi í Maclandi eða Höddi Mac. Hann setur þó lokapunktinn við gælunöfnin í Facebook-færslunni: „RIP Höddi Mac.“