Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri fjármála Orkuveitu Reykjavíkur, hefur sagt starfi sínu lausu en hann hefur gegnt stöðunni í tíu ár. Starfið verður auglýst á næstu dögum, að því er kemur fram í tilkynningu Orkuveitunnar.

Bjarni Freyr Bjarnason, sem verið hefur staðgengill framkvæmdastjóra fjármála um árabil, mun gegna starfinu þar til annað verður ákveðið.